Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Uppgjör við hrunið

Við höfum veitt gríðarlega mikilvægt aðhald í sambandi við skipun þingmannanefndar sem er ætlað að móta tillögur að viðbrögðum Alþingis í framhaldi af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.  Á endanum náðum við fram mikilvægum efnislegum breytingum sem snúast um að setja þak á fyrningu ráðherraábyrgðar í þessu máli og tímamörk á störf nefndarinnar. Við eigum mann í nefndinni og munum halda áfram að miðla upplýsingum til almennings um málið.

Þingmenn Hreyfingarinnar vöktu athygli á því hversu öfugsnúið það er að veita félagi, sem er að stórum hluta í eigu fyrrverandi eiganda Landsbankans, fyrirgreiðslu af hálfu ríkissins á borð við skattaívilnanir og orku á verði sem er svo lágt að það þolir enga skoðun þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um gagnsæi í orkusölusamningum.

 
Senda á Facebook

Hvað getum við gert?