Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Þinghópur

Hreyfingin skilgreinir sig sem valkost við flokkakerfið.  Því hafa þingmenn Hreyfingarinnar ákveðið að starfa saman á Alþingi undir nafninu þinghópur.

Í raun er Félag þinghóps Hreyfingarinnar sjálfstætt starfandi félag með sér kennitölu og samþykktir.  Ástæðan fyrir þessu er sú að samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka fá þingflokkar sérstaklega greitt úr ríkissjóði samkvæmt ákveðnu fyrirkomulagi.  Rétt er að taka fram að Hreyfingin hefur barist fyrir því að reglum um fjármál stjórnmálasamtaka verði breytt til samræmis við það sem fram kemur í stefnuskránni.

Formaður þinghóps Hreyfingarinnar er róterandi embætti sem felur í sér talsmennsku fyrir þinghópinn á þingflokksformannafundum og foringjafundum.  Tekur hver þingmaður að sér þessa vinnu eitt ár senn.

Þingmenn Hreyfingarinnar eru:

Birgitta Jónsdóttir
Kjördæmi:  Reykjavík suður
Nefndir:  Umhverfisnefnd 2009-, utanríkismálanefnd 2009-. Íslandsdeild NATO-þingsins 2009-.
Starfandi þinghópsformaður

Margrét Tryggvadóttir
Kjördæmi:  Suður
Nefndir:  Iðnaðarnefnd 2009-, kjörbréfanefnd 2009-, menntamálanefnd 2009-, viðskiptanefnd 2009-.

Þór Saari
Kjördæmi:  Suðvestur
Nefndir:   Efnahags- og skattanefnd 2009-, fjárlaganefnd 2009-.

 
Senda á Facebook

Hvað getum við gert?