Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Ný stjórnmál

Þingmenn Hreyfingarinar hafa opnað gluggann inn á þing með því að skrifa og ræða opinberlega um hvernig þingstörf gagna fyrir sig í raun og veru og með sanni má segja að almenningur hafi aldrei haft jafn gott tækifæri á að fylgjast með hvað er að gerast bak við tjöldin.

Við höfum skipað í nefndir á faglegum forsendum óháð því hvort þau sem við skipum séu stuðningsmenn Hreyfingarinnar eða ekki.

Það vorum við sem komum á fyrsta þverpólitíska fundinum varðandi Icesave fyrirvarana í sumar en á fundinn mættu jafnframt fulltrúar Indefence.

Sú nýbreytni að láta þingflokksformann jafnframt mæta á flokksformannafundi hefur verið gagnleg til að tryggja að stöðu þingsins, en með því móti er hægt að miðla milliliðalaust á þingflokksformannafundi hvað fór fram á formannafundi.  Þannig er hægt að styrkja þingræðið, t.d. með því að mótmæla því að um eitthvað óraunhæft hafi verið samið á formannafundum því öllum ráðum er beitt til að framkvæmdavaldið stjórni þinginu.  Því er mikilvægt þingsins vegna að þetta fyrirkomulag festi sit í sessi.

Talsmaður Hreyfingarinnar hefur neitað að mæta á fundi með formönnum stjórnarflokkanna nema að formenn stjórnarandstöðunnar mæti saman. Það er fyrir tilstuðlan okkar að fyrirsvarsmenn stjórnarandstöðunnar hafa sammælst um að mæta ávalt saman á fundi er varða Icesave og skipulag þingstarfa.

Vegna okkar hefur tungutakið breyst.  Nú er orðræðan sú að talað er um formenn og talsmenn á foringja- og þingflokksformannafundum.  Svona smáatriði skipta máli því þau breyta því hvernig við hugsum.

Við ákváðum í upphafi vinnu okkar á þinginu að brjóta upp þá hefð í matsalnum að þingmenn skipuðu sér til sætis eftir því í hvaða „liði“ þeir væru, saman í flokki eða saman í stjórn eða stjórnarandstöðu.  Þetta framtak okkar hefur gjörbreytt því hvernig fólk hagar sér í matsalnum því valdajafnvægið hefur raskast.  Það sama höfum við gert á nefndarfundum með góðum árangri.

Fyrir okkar tilstuðlan fékkst það í gegn að 3 þingmenn voru sendir á umverfisráðstefnuna í Kaupmannahöfn.  Til stóð að senda eingöngu embættismenn úr ráðuneytunum sem er enn eitt dæmið um styrk framkvæmdavaldsins á kostnað Alþingis.

 
Senda á Facebook

Hvað getum við gert?